1.3.2008 | 18:22
Barn í molum
Guði sé lof fyrir einstæða sokka- Þetta spakmæli er í boði Unglingsins .
Ég sagði frá því að unglingurinn hefði ákveðið að sparka gólfinu í íþróttahúsinu í mark og uppskorið stórt bágt á stórutána og næstu tá við hliðina. Hann hefur verið svo mikið aumur og kvartað helling sem er mjög sérstakt hjá honum því hann hefur háan sársaukaþröskuld og kvartar yfirleitt ekki. Skoðaði því hina meiddu tá og leist ekkert alltof vel á hana og ákvað því að skella barninu til læknis í frekari skoðun. Fórum því í morgun og útkoman var að barnið er brotið í mél. Kannski ekki alveg í mél en á myndinni sem var tekin í morgun komu í ljós tvær sprungur í sitthvorum lið á stóru tánni ásamt tognun á liðböndum og blæðingum inn á liðina. Aumingja snúllinn minn. Hann hoppar bara á hækjum um allt og hefur svo sem gaman af enda einstaklega fær í því að sjá spaugilegu hliðarnar á flestum hlutum. Honum þótti þó verra að missa af því að fara á skauta með bekkjarfélögunum í gærkvöldi. Ég þarf síðan að hafa tal af rándýra fyrirtækinu Stoðtækni til að fá hjá þeim einhverskonar spelku til að hafa undir fætinum næstu vikurnar svo drengurinn geti gengið á sem sársaukaminnstan hátt.
Annars sagði læknirinn við strákinn að hann ætti alvarlega að íhuga að snúa sér alfarið að skákinni.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi aumingja karlinn að fara svona illa með tærnar á sér. Vonandi verður þetta fljótt að gróa
Anna Gísladóttir, 1.3.2008 kl. 22:51
ái eins og það er vont að brjóta tá. Vonandi batnar þetta fljótt og vel.
Dísa Dóra, 2.3.2008 kl. 10:15
Þetta er nú ekki gott, vonum að grói hratt og vel. Hins vegar veit ég ekkert leiðinlegra en að sortera sokka og hvað þá stakir sokkar sem þvælast fyrir manni aftur og aftur í körfunni...
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 2.3.2008 kl. 11:01
Æj greyið, tásurnar á manni ! Styð skákhugmyndina hehe
Ragnheiður , 2.3.2008 kl. 15:41
æjj greyjið litli Guðjón !!!
jæja horfiði á spauglegu hliðina, þið getið hlegið að þessu þegar hann er orðinn góður
ég meina hlæja ekki allir af hvalaleiknum mínum í dag ?
ég samt sver það að ég ætla mer ekki að endurtaka þetta, þótt mig langi að eiga þetta á spólu!
Hafrún (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 18:02
Aumingja drengurinn!!! Ég er ekki hissa þó hann hafi kvartað.
Skilaðu baráttu og batakveðjum til (litla) stóra frænda.
Kveðjur af Vestan.
Stína (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 23:35
úbbs,,,,, maður verður víst að hlusta vel, þó sum börn kvarti sí og æ þó ekkert ami að þeim en þá getur alltaf komið upp svona tilfelli, greyjið hann , segi nú bara það, örugglega ekkert gott að hafa brotnar tær. úffffff,,,, batni honum sem fyrst greyjinu.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:36
Dúllusnúllinn ... líst vel á skákina.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2008 kl. 19:56
hæ hæ og takk fyrir kommentið :) hef líka fylgst aðeins með ykkur en bara af síðunni hans Hugins.... hofum nokkrum sinnum legið inni á sama tíma og þið voruð.... knús og koss á þig og þú stendur þig líka vel og ofurvel verð ég að segja.....
Þórunn Eva , 5.3.2008 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.