Stopp í eitt andartak

Það að nema staðar andartak stöku sinnum er oft eina leiðin til að vera fær um að halda áfram. Þetta spakmæli er í boði dagbókarinnar þessa vikuna. Fer einhver eftir þessu nú á dögum?

Loksins loksins er ég að fá vinnu mína metna að verðleikum. Kannski ekki miklum verðleikum en verðleikum samt. Hvaða vinnu? Ég sem er heima allan daginn og geri ekki neitt. Ja nema kannski að hugsa um litla Gullrassinn minn allan sólarhringinn sem er misauðvelt. Suma daga er það meira að segja mjög erfitt en þetta er það sem ég vel að gera.

Fór sem sagt í gær og sótti um að fá hinar nýju greiðslur sem foreldrar langveikra barna eiga rétt á. Þessar greiðslur munu koma til með að skipta öllu máli fyrir margar langveikar fjölskyldur því ég tel að í sumum tilfellum eru þessar greiðslur, þótt ekki háar séu, það sem gerir foreldrum kleift að hafa veika barnið sitt heima hjá sér í stað þess að verða að setja það á stofnun. Því sannarlega þá verða allir að borða, eiga heima einhvers staðar og föt til að klæðast. Á Íslandi er nær nauðsynlegt að hafa 2 fyrirvinnur til að geta lifað. Langveikar fjölskyldur hafa ekki möguleika á nema kannski 1 fyrirvinnu og því miður er það frekar algengt að það sé engin fyrirvinna. Það eru ótrúlega margir einstæðir langveikir foreldrar í landinu. Samt er það líka vel skiljanlegt því álagið sem fylgir því að eiga alvarlega veikt barn ásamt gríðarlegum fjárhagsáhyggjum og mörgum öðrum erfiðum þáttum sem fylgja gjarnan veikindum barnsins er ómannlegt.

Þangað til næst, munum að heilbrigt barn er ekki svo sjálfsagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það er satt, löngu tímabærar greiðslur en ég myndi vilja hafa þær almennilegar, ekki einhvern tittlingaskít (afsakið orðbragðið).

Það er ekki sjálfgefið að eignast heilbrigð börn.

Kær kveðja Fjóla mín

Ragnheiður , 19.2.2008 kl. 21:33

2 Smámynd: Dísa Dóra

Ætti að vera möguleiki hjá foreldrum langveikra barna að fá mun hærri greiðslur til að fjárhagsáhyggjur þurfi nú ekki að bætast ofan á allt annað.

Já svo sannarlega ekki sjálfgefið að eiga heilbrigt barn - ég þakka fyrir það á hverjum degi að skottan mín er heilbrigð en stundum velti ég því fyrir mér hvort margir foreldrar geri sér grein fyrir hversu lánsamir þeir eru að eiga sín heilbrigðu börn?

Dísa Dóra, 20.2.2008 kl. 08:57

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Knús á þig

Gerða Kristjáns, 20.2.2008 kl. 20:34

4 identicon

Rétt hjá þér Fjóla, ekki sjálfgefið að eignast heilbrigð börn. Gott að þið séuð að fá þessar greiðslur, löngutímbært. Þarf sjálf að sækja um hlutfallslegar greiðslur þar sem vinnutíminn minn skertist.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:52

5 identicon

Alveg stórmerkileg þjóð, þessi þjóð okkar, að meta einskis (og ég meina í alvörunni: META EINSKIS) þá heimavinnu að vera með börnin og hugsa sjálf um þau og kenna þeim. Sérstaklega þegar eitthvað bjátar á og er ekki alveg "eins og það á að vera" !!! (hvaða skilgreining sem það nú er og hver ákvað eiginlega hvaða viðmið við notum?)

Ég er sjálf alveg hreint ótrúlega heppin... á fjögur börn sem ekkert "er að"... ef hægt er að segja svoleiðis því auðvitað alltaf eitthvað "að"!?? En ég má aldrei og reyni að gleyma ALDREI því að að eignast heilbrigt barn er aldeilis ekki sjálfsagt eða "venjulegt", ég er loksin að læra að lifa eftir og muna og hugsa alltaf; (eða fattaði loks að viturlegt væri að fara eftir) ég á að lifa fyrir og hugsa um: ....  Við fengum ykkur (börnin okkar) lánuð og verðum að nýta tímann vel og kenna ykkur allt sem við kunnum og virða ykkur sem litlar ómótaðar manneskjur. Og okkur ber lagaleg skylda til að elska ykkur og umvefja ykkur með öryggi og vellíðan. Og ef þið, börnin okkar, eruð veik eða eigið erfitt, þá ber okkur að hugsa fyrst um ykkur, svo um vinnuna eða annað ! 

En þjóðin/ríkisstjórnin? ákvað að borga ekki mæðrum, eins og þeir borga dagmæðrum, leikskólum, grunnskólum og sv.frv. Eins undarlegt og það nú er...

Gullrassinn, frændi minn, þarf að hafa mömmu sína hjá sér til að hafa af dagana. Hún á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af neinu öðru en fjölskyldunni sinni.

Knús og baráttukveðjur frá Auju frænku 

Hún á ekki að líða fyrir að vera til staðar og sinna grunnskyldu móðurinnar ! Hún á að vera með greiðslur frá okkur, þjóðinni/ríkinu sem eru sambærilegar því að hún væri útivinnandi 8 tíma á dag. Á meðan við greiðum niður vinnu Dagmæðra skulum við borga mömmunum sjálfum líka fyrir að vera til staðar, í eigin persónu,  þegar virkilega á þarf að halda. Í stað þess að borga öðrum 

Auja frænka (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband