29.12.2007 | 01:17
Ég er hérna enn
Ég er búin að vera í algeru óbloggstuði undanfarna daga. Hef eytt síðustu dögum í að undirbúa jólin, halda jólin og síðan að lesa, borða nammi og reyna að slaka aðeins á. Við fórum með Gullrassinn í Rjóður í gær og var mér því kleift í morgun að sofa eins lengi og ég vildi. Sem ég og gerði. Mumminn eiginlega vakti mig þegar hann kom heim í hádeginu en mikið var þetta samt gott og langþráð að geta leyft sér þetta. Órofinn svefn í 12 tíma, get ekki munað eftir síðasta skipti sem þetta gerðist hjá mér. Samkvæmt þessu ætti ég að sofa til 2 á morgun.
Ég hef stundum sagt að lífið sé ekki alltaf einfalt. Í dag var ég að pæla í þessu og komst eiginlega að þeirri niðurstöðu að líf mitt væri einmitt einstaklega einfalt, ég er heima með Gullrassinn, sinni því sem þarf að gera og svoleiðis. Síðan þegar hann fer í Rjóður þá get ég gert eitthvað annað en hvað geri ég þá? Er heima og geri það sem gera þarf þar. Þannig að mitt líf er mjög einfalt.
Ætlaði að skrifa eitthvað meira en nenni því ekki núna, ætla að fara að knúsa unnustann og mæli með að aðrir knúsi sína nánustu dálítið. Það er bara gott. Bíð því bara góða nótt.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ já það er svo sannarlega gott að knúsa sína nánustu
Njóttu þess að hvíla þig á meðan Gullrassinn er í Rjóðrinu og hafa tímann fyrir þig og það sem þig langar til að gera.
Sendi ykkur rafrænt knús
Dísa Dóra, 29.12.2007 kl. 10:58
hahaha,,, þú ættir að vera sofandi á þínu græna þegar þetta er skrifað, en mikið áttu þó gott að getað sofað í þessum veðrarham. Reyndar þykir mér það sjálfri, ef það er bara nógu vitlaust veður, þá sef ég . Gleðileg jól Fjóla mín og líði þér sem best.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 11:17
Gleðilegt ár kæra Fjóla !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2007 kl. 00:45
Ég sá myndina af yndinu þínu á visir.is. Þvílík vinna að vara með svona mörg börn og svo eitt svona mikið veikt. Ég sendi ykkur mínar bestu kveðjur og ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir ykkur ekki hika að hringja eða senda póst. (allar uppl á minni síðu) T.d. að fara út í búð fyrir þig eða skutlast, ég meina það. Þáðu þá hjálp sem þér er boðin, það er ekki hægt annað.
Að foreldrar þurfi að standa í þessari baráttu með veik eða fötluð börnin sín er alveg út úr kortinu og algerlega óásættanlegt. Baráttu kveðjur.
Halla Rut , 2.1.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.