18.12.2007 | 14:03
Hurðaskellir kom í nótt og viðbúnaður settur á hæsta styrk.
Jólin eru handan við hornið en þau koma samt ekki án þess að staldra aðeins við á afmælinu mínu. Það eru víst bara 6 dagar þar til þau koma í hús. Undanfarna daga hef ég verið á fullu að undirbúa jólin. Fór í gær í bæinn til að kaupa gjöf handa unnustanum og er búin að pakka herlegheitunum inn í glitrandi pappír. Tók með mér tvö börn og þegar við komum heim stökk prinsessan upp í herbergi og sótti jólasokkinn sinn og kom með niður. Hún ætlaði sko ekki að láta Hurðaskelli vekja sig og til að vera alveg örugg þá hafði hún galopið inn í herbergi í alla nótt.
Annars gerðist eitt skemmtilegt í innkaupaferðinni í gær. Við vorum í Kringlunni að bíða í röð eftir því að geta keypt okkur að borða. Fyrir aftan okkur stóð kona sem var að tala í símann, hún sagði meðal annars að hún væri búin að kaupa allt nema að hún þyrfti að kaupa í skóinn fyrir strákinn sinn. Prinsessan mín hvíslaði því í eyrað á mér að þessi umræddi aumingja strákur væri svo mikið óþekkur. Mamma hans yrði að gefa honum í skóinn því að jólasveinninn gerði það ekki. Greinilegt hver gefur í skóinn á þessu heimili.
Eftir að hafa sent gríðarsterka hríðarstrauma yfir hafið upp á Skaga á laugardaginn varð ég ömmusystir í 3. sinn. Þar fæddist undurfögur ljóshærð prinsessa sem hefur fengið hið fallega nafn Katrín. Hlakka svo til að hitta dúlluna. Til hamingju elsku Pétur, Ríkey, Aron og Sindri.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ það er nú gott að stelpan þín tók þessu svona með skóinn, annars ætti fólk að passa sig að tala ekki svona fyrir framan börn, ég vil að þau haldi sem lengst í trúnna á jólasveininn.
Til hamingju með litlu frænkuna!
Huld S. Ringsted, 19.12.2007 kl. 09:08
Til hamingju með litlu frænku
Anna Gísladóttir, 20.12.2007 kl. 04:30
Til lukku með nýju frænkuna
Rannveig Lena Gísladóttir, 20.12.2007 kl. 09:32
Þetta með jólasveininn í biðröðinni er dáldið fyndið
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 21:04
Til hamingju með daginn .
Mummi Guð, 22.12.2007 kl. 00:10
Til hamingju með afmælið, elsku krúttmolinn minn! Voga mér að segja þetta þótt ég hafi aldrei hitt þig. Vona að þú eigir góðan dag og enn betri jól og líka fjölskylda þín. Knús yfir hafið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.12.2007 kl. 00:37
Til hamingju með daginn, flísin mín og eigðu góðan dag.
., 22.12.2007 kl. 08:43
Happy Birthday Graphic Comments
Árný Sesselja, 22.12.2007 kl. 11:00
Innilega til hamingju með daginn Fjóla
Gleðileg jól til þín og fjölskyldu þinnar
Huld S. Ringsted, 22.12.2007 kl. 11:18
Til hamingju með daginn Fjóla mín......
Og gleðilega hátíð til þín og þinna......
flakkari (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 12:34
Happy Birthday Graphic CommentsAfmælis og jólakveðjur frá Hlíðarbraut 10
Rannveig Lena Gísladóttir, 22.12.2007 kl. 15:29
Til hamingju með daginn Fjóla.
Njáll, Heiða og strákarnir.
Njáll og fjölsk. (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 17:17
til hamingju með daginn sæta :D:*
Evaa (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 20:33
Til hamingju með daginn Fjóla.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Hallgrímur Guðmundsson, 22.12.2007 kl. 20:51
Gerða Kristjáns, 22.12.2007 kl. 22:29
Til hamingju með afmælið og megirðu eiga gleðileg jól. Innilegar þakkir fyrir yndisleg bloggsamskipti á erfiðu ári.
Ragnheiður , 23.12.2007 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.