Jólin eru að koma...

Kominn tími á að blogga smá. Síðustu daga hef ég verið ferlega upptekin af Gullrassinum mínum enda hefur hann verið mjög veikur. Síðasta helgi fólst í því að vona að hann þyrfti ekki að fara í öndunarvél og var allt tilbúið til að intúpera hann. En þar sem hann er mikið töff þá náði hann að halda sér frá vélinni og er það mjög mikill sigur. Því ef hann þarf að fara í vél þá er það mikil afturför. Hann fer á það sterk lyf til að halda honum sofandi að það þarf mánuð til að trappa hann niður af þeim. Má þar nefna meðal annarra lyfið Fentanil sem dró unga stúlku til dauða á LSH í haust. Síðast þegar Gullrassinn fór í vél þá þurfti hann fullorðinsskammt af þessum lyfjum því hann hefur fengið svo mikið af þeim í gegnum tíðina að hann hefur alltaf þurft meira magn en síðast.  Þannig að það má sjá hversu mikið mál það er ef Gullrassinn minn fer í öndunarvél. Annars tókum við hann heim af spítalanum töluvert áður en hann var orðinn hress en það var með vilja gert. Við erum mjög fær að annast hann og spítalinn er fullur af slæmum sýkingum og eins og margir vita þá er mikil hætta á að sýkjast af einhverjum óþverra á spítala. RS- vírusinn er í miklum blóma og hann er frekar hættulegur litlum lungnaveikum Gullrassi þrátt fyrir 3 ára aldur og mótefnasprautur. En nóg um þetta.

Í gær var jólasýningin hjá Fimleikunum og fórum við að sjá Prinsessuna okkar dansa. Sýningin var að venju glæsileg og mikið í hana lagt. Þessi sýning er eiginlega startið á hinu virkilega mikla jólaskapi sem heltekur mig flest jól. Þyrfti að skella mér í aðventustund í kirkjunni og þá get ég misst mig algjörlega. OK. klikkuð, ég veit en ég á mér góðar málsbætur. Skoðið bara nafnið mitt. Og síðan á ég afmæli 2 dögum fyrir jól og og og ... Þarf ég að segja meir? Er búin að dunda mér í dag við að bæta aðeins við skrautið á heimilinu og skella upp aðeins fleiri jólaljósum á bara eftir að setja í 1 herbergi og það er vegna eindregna óska um að bíða aðeins með það og síðan auðvitað ljósin á jólatrénu. Þau eru ekki komin því það er ekki enn búið að fjárfesta í gripnum. Ætlum að bíða með að kaupa tré þangað til Kiwanismenn fara að selja trén. Viljum gjarna styrkja gott málefni ef við getum og versla við þá. Við höfum verið gott málefni og það hefur reynst okkur ótrúlega vel. Takk fyrir það. Annars býst ég við að þurfa að kaupa enn eina seríuna á tréð. Það er að minnsta kosti vaninn. Í fyrra voru um 400 perur á trénu svo þið sjáið að ég er svolítið klikk.  Stefnan er síðan tekin á að skella í nokkrar dísætar smákökur á morgun ef ég nenni eins og segir í jólalaginu og efast ekki um að því verði vel tekið. Undanfarið hef ég þurft að baka sirka einu sinni í viku fram að jólum. Gaman að því bara. Annars dáist ég að staðfestu minni. Ég á nokkrar gjafir upp í skáp sem bíða eftir að vera pakkað inn og eru búnar að því í langan tíma, amk. langan tíma þegar horft er á mig. Ætla reyndar að fara að leyfa mér þann munað að pakka þeim og mikið rosalega hlakkar mig til þess. Mér finnst svoooo gaman að gera fallegan pakka og er búin að vera að sanka að mér allskonar dóti til að gera gjöfina sem fallegasta.

Jæja þá er kominn tími á að skella sér í háttinn eða að skrifa nokkrar jólakveðjur, en allavega þangað til næst, hvenær sem það verður, elskið hvert annað og kveikið á kertum, sérstaklega núna á aðventunni því hún er erfiður tími fyrir marga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þú hefur svo fallegt hjartalag Fjóla mín.

Ég efast ekki um að rétt var að taka drenginn heim, RS er erfiður heilbrigðum börnum. Þið eruð búin að læra svo vel á umönnun hans að það þarf ekki fleiri til þess.

Gleðilega aðventu mín kæra...mér gengur enn nokkuð vel að sleppa við krumluna en ég veit að hún á eftir að koma öðru hvoru. Það er svo glatað að hafa ekki Himma minn þessi jól,elsku kallinn min

Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 23:27

2 identicon

Gott að vita að Gullrassinn er kominn heim og er að braggast, tala nú ekki um þetta lyf sem þú ert að skrifa um að hann hafi sloppið við að taka. Gangi þér vel Fjóla mín, færð sendann styrk til þín spes frá mér  

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 09:23

3 Smámynd: Dísa Dóra

Gott að Gullrassinn slapp við öndunarvélina og er kominn heim.  Vonandi fer hann svo að hressast betur og verður sprækur sem lækur um jólin.  Njótið aðventunnar og allra daga saman

Dísa Dóra, 10.12.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband