17.11.2007 | 23:44
Mig langar til mömmu!
Mamma er á Tenerife og þar er hlýtt og gott. Hér er kalt og ... Ég var að lesa frétt frá Vísindanefnd Sameinuðuþjóðanna þar sem segir að hlýnun jarðar sé staðreynd. Hvar er þessi hlýnun? Hún er örugglega ekki í Keflavík ég verð að minnsta kosti ekki mikið vör við hana núna. Frost, rok og snjór. Brrr oj.
Annars er ég komin aftur til meðvitundar eftir yndislegan magavírus sem heimsótti mig á fimmtudaginn. Reyndar man ég ekki eftir því að það hafi verið fimmtudagur, það var miðvikudagur og síðan allt í einu föstudagur. Fúlt að missa heilan dag úr og að það sé ekkert til að hafa móral yfir. Jæja, svona er þetta bara, gengur bara betur næst.
Er núna búin að gera helling fyrir merkisafmæli Gullrassins míns sem er á morgun. Hann verður 3 ára sem er í sjálfu sér ekkert merkilegt en í upphafi árs var okkur fjölskyldunni sagt af læknum að við gætum ekki búist við því að hann næði þeim aldri. Gullrassinn hefur reyndar verið þekktur fyrir að fara þvert á allar fyrirfram ákveðnar leiðir og það ætlar hann að gera einnig að þessu sinni, sem betur fer. Hef svo oft verið næstum búin að missa hann að ég veit það ekki sjálf og get sagt ykkur þó svo hægt sé að venjast ýmislegu þá er ekki hægt að venjast þessu og óska ég engum að þurfa að upplifa slíkt. Má ég benda ykkur á heimasíðuna hans fyrir afmæliskveðjur, það væri gaman að fá kveðju.
Þangað til næst elskið hvort annað og knúsist, ekki veitir af í þessum kulda.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með soninn
(Búin að kvitta líka á síðunni hjá afmælisbarninu )
Anna Gísladóttir, 18.11.2007 kl. 00:18
Ætla að gefa afmælisbarninu "kvittun" á eftir (er mun heiðarlegri en Domino´s) og vil líka óska múttunni innilega til hamingju!!! Knús í kuldann, hér á Skaganum er líka frekar kalt! Brrrrrrr ....
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.11.2007 kl. 00:27
Líka búin að kvitta hjá litlum kraftaverkasnúði...til hamingju Fjóla mín og Mummi með 3 ára afmælið
Ragnheiður , 18.11.2007 kl. 01:42
Til hamingju með daginn Heimsótti piltinn á hans síðu og skildi eftir sporin mín þar. Flott mynd af gaurnum !
Rannveig Lena Gísladóttir, 18.11.2007 kl. 11:01
Til hamingju með litla gullrassinn og kraftaverkakallinn ykkar
Dísa Dóra, 18.11.2007 kl. 17:23
Til hamingju með litlu, duglegu hetjuna ykkar Mummi og Fjóla
Huld S. Ringsted, 18.11.2007 kl. 20:26
Til hamingu með gullrassinn kveðja úr snjó og kulda á SKagaströnd
Stína, Rósa, Lísa og Freyja
stína Blöndal (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 20:29
uhhh,,,, betra er seint en aldrei? Löngu búin að kvitta hjá guttanum á síðunni hans . Ætla samt ekkert að afsaka mig meir, hafðu það gott Fjóla mín.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.