Meiri jól

jólatréÞar sem mér finnst gaman að tala um jólin og það eru ekki nema 90 dagar sléttir þangað til þau renna upp finnst mér ástæða til að fjalla aðeins meira um þau. Í gærkvöldi sá ég auglýsingu frá Garðlist, þar sem verið var að augýsa þjónustu fyrir jólin. Frábært. Þetta er reyndar aðeins fyrr en venjulega því eftir því sem mig best minnir þá hefur Ikea yfirleitt verið fyrst með jólaauglýsingarnar í byrjun október. Þannig að það styttist í að fólk fari að missa sig yfir þeim.

13 einstaklingar innan KFUM og KFUK datt í hug fyrir nokkrum árum að íslenska verkefnið "Operation Christmas Child" sem stendur fyrir flutningi á jólagjöfum í skókössum íGlöð stúlka að opna gjöfina sína um 90 löndum og ákváðu að munaðarlaus börn í Úkraínu þyrftu svo sannarlega á "jólum í skókassa" að halda. Verkefnið var fyrst kynnst fyrir jólin 2004 og þá gaf fólk 500 gjafir. Í fyrra 2006 söfnuðust um 4900 gjafir og vöru mörg glöð börn sem þáðu þær gjafir.  Ein af þeim gjöfum var frá dóttur minni og lagði hún mikla vinnu og mikinn metnað í að finna bestu hlutina og bestu gjöfina fyrir börnin sem annars myndu ekki fá gjöf. Hún hugsaði mikið um hvað hún sjálf myndi vilja fá og hvað kæmi stúlkunni sem fengi gjöfina frá henni sem best og valdi gjafir samkvæmt því. Einhverju sinni var verið að tala um "jól í skókassa" á vaktinni inni á Barnaspítala og ég fór að tala um þegar ég var að kaupa fyrir stelpuna hluti í skókassann sá ég eina hjúkkuna lyftast frá sætinu sínu og leggja við hlustir. Ég var að segja frá því hversu mikilvægt þetta hefði verið fyrir stelpuna þegar hjúkkan sagði að hún væri ein af þessum 13 manna hópi sem hefði startað þessu. Hún sagði frá því þegar hún fór út til Úkraínu til að gefa gjafirnar og hvað börnin voru innilega glöð og þakklát og sagði hversu mikil fátækt væri þarna. Það sem okkur þykir svo eðlilegt og sjálfsagt að eiga nóg af er ekki sjálfsagt þarna. Hún sagði líka frá því að hún hefði verið að ganga frá því að hún færi aftur með gjafirnar.  Mig langar til að biðja alla um að finna til nokkra hluti og setja í skókassa til að gefa þessum börnum. Sum þeirra höfðu aldrei fengið gjöf áður en þau fengu skókassagjöfina. Okkur munar ekkert um þetta en þetta skiptir mjög miklu máli þarna á munaðarleysingjahælunum í Úkraínu.

Hætt í bili og þangað til næst munið að elska hvert annað og að það er gott að gefa og okkur munar almennt ekkert um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Takk fyrir stórgóða færslu, og knús fyrir innlitið og falleg orð.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.9.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Jólin eru yndislegur tími.

Ég valdi fyrir nokkrum árum að fara þá leið að velja eitt málefni fyrir jólin til að styrkja. Ofsalega mikið af styrktarbeiðnum berast manni fyrir jólin og þó svo að maður gjarnan vildi þá er ekki hægt að styrkja alla. Þetta verkefni kemur bara vel til greina fyrir þessi jól. Kannski maður drífi börnin bara með sér í þetta mál...

Rannveig Lena Gísladóttir, 29.9.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband