20.9.2007 | 15:29
Bráðum koma jólin
Sennilega er kominn tími á að blogga smá núna. Þessa viku hefur Huginn verið í Rjóðrinu og ég hef því haft frekar lítið að gera en samt ekki gefið mér tíma í að henda hér inn nokkrum linum. Merkilegt. Annars höfum við hjónaleysin haft það fínt í vikunni með 2 af börnunum okkar,(hin 2 eru í Rvk. í skóla). Við erum búin að viðra dásamlegu bláu farskjótana okkar svolítið og þannig skoðað fallega bæinn okkar á nýjan hátt. Það er alveg merkilegt hvað umhverfið breytist við það að hjóla um það. Litirnir verða einhvernveginn skýrari, og lyktin maður. Hún er himnesk. Núna er sérstaklega gaman að skoða umhverfið sitt því haustlitirnir eru að byrja að sjást. Mér finnast haustlitir ótrúlega fallegir og þreytist seint á að horfa á þá og skoða hvernig allt getur breyst á einni nóttu. Haustið er reyndar ekki minn tími, ég er hrifnari af vorinu. Það á kannski upptök sín frá því ég var að alast upp í sveitinni því á vorin kviknar allt til lífsins og lífið er dásamlegt.
Haustið er samt ágætt í litadýrð sinni og þá fer líka að styttast í jólin. Jólin eru svo frábær tími. Reyndar finnst mér ekki hentugt að eiga afmæli rétt fyrir jólin og þrátt fyrir að vera komin hátt á hinn rosalega fertugs aldur þá hef ég aldrei haldið upp á afmælið mitt. Fannst ömurlegt þegar ég var barn að fá sameiginlega jóla og afmælisgjöf. Það eru sem betur fer allir hættir að gefa mér svoleiðis núna. Ég fæ bara bæði. Ég var spurð að því um daginn hvort ég ætlaði að fá mér nýja hringingu í símann minn þegar jólin væru að koma. Kannski sumarsmellinn. Ég skil ekki hvað fólki finnst að hingingunni minni. Hvað er að því að hafa jólalag sem hringitón allt árið? Ég segi alltaf að það séu alltaf jól hjá mér og það megi glöggt sjá bara í nafninu mínu, Fjóla. Ég hlakka svolítið til jólanna núna, því ég held að Huginn muni hafa skemmtilegt á jólunum og finnast gaman að öllum ljósunum og pökkunum og öllu því sem jólunum fylgir. Ég er farin að spá í hvað við eigum að gefa ástvinum okkar í jólagjöf og verð líka að viðurkenna að við erum búin að fjárfesta í hluta af nokkrum. Síðan fara að koma jólaauglýsingar í fjölmiðlana núna eftir nokkra daga og þá verður bara gaman. Hef alveg ótrúlega gaman að því þegar fólk missir sig alveg yfir því að það sé byrjað að auglýsa jólin í október. Á sama tíma er jafnvel þetta sama fólk að tala um hvað það sé sniðugt að kaupa jólagjafirnar snemma, jafnvel að dreifa innkaupunum yfir allt árið svo það sé hægt að eiga aðventuna í rólegheitum og einnig að þurfa ekki að setja sig á hausinn í desember eða réttara sagt í febrúar þegar himinhái kreditkortareikningurinn kemur með síðasta jólasveininum honum Kortaklippi. Mér finnst þetta fínt og fagna fyrstu auglýsingunni jafnvel og fyrsta jólalaginu í útvarpinu sem er önnur ástæða fyrir fólk að missa sig yfir. Of mikið, of snemma, of þetta og of hitt og allir búnir að fá ógeð á jólunum þegar þau loksins renna upp, það eru rökin hjá þessu fólki sem er að missa sig yfir þessu öllu. Það er ekki hægt að gera öllum til hæfis en mér finnst þetta fínt svona.
Ætla að hætta að tala um jólin að þessu sinni svo það verði ekki um of. Þangað til næst slakið á og elskið hvert annað núna, það er ekki víst að það komi annað tækifæri.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jolin, Jólin, Jólin koma brátt..
DRING!
eva (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 18:14
Vinkona mín var einmitt að tala um jólin í gær. Hún er að hugsa um að herma jólahátíðina eftir Skotum. Gefa börnum sínum ódýrar gjafir, 500 króna jólagjöf á mann, og svo þegar útsölurnar hefjast í janúar verði flottar gjafir keyptar og allir hittast saman, borða og gefa og þiggja gjafir. Held reyndar að greifarnir, Íslendingar, hafi ekki þetta sparnaðargen í sér eins og Skotarnir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.9.2007 kl. 16:01
Það er notalegt að lesa bloggið þitt, Fjólan mín, þrátt fyrir að vera örugglega ein af þeim sem sameinaði afmælis og jólagjafirnar þínar í gamla daga
Amma Halla......... (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 18:23
ohhh hvað ég skil þig mig hlakkar alveg rosalega til jólanna.....
Nú er heilsan mun betri en síðast þegar ég ætlaði að kíkja á þig..... hvernig væri að ég kíkti á þig á mánudaginn? Sendu mér línu í tölvupósti eða á bloggið mitt hvort þú verðir heima arnysg@simnet.is
Árný Sesselja, 22.9.2007 kl. 21:56
Þarf ég sem sagt að fara út í bílskúr fljótlega að ná í jólaskrautið?
Mummi Guð, 23.9.2007 kl. 08:38
Bráðum koma blessuð jólin ha ha ha eftir 3 mán hvað er í gangi nýbúin að fá jólagjöf
Mamma (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.