12.9.2007 | 11:02
Undurfagurt blátt farartæki
Síðustu dagar hafa verið hreint ljómandi ágætir. Ég fór á föstudaginn og keypti mér fararskjóta, undurfagurt blátt reiðhjól. Nú á sko að fara að taka á því að hreyfa sig, stunda útivist og eyða tíma með mínum hjartaknúsara. Við fengum hana Möggu okkar til að passa á laugardaginn og skruppum í borg óttans, um miðjan dag því ekki er nægilegt að ég eigi mér dásamlegt útivistarfarartæki ef Mumminn minn á ekki neitt sambærilegt þar sem ætlunin er að nota græjuna til samverustunda. Ég er ekki að sjá mig reiða gæjann þar sem ég á alveg nóg með að halda mér í jafnvægi. Þannig að við skelltum okkur og fundum annað dásamlega blátt reiðhjól í hans númeri og höfum við farið í smá reiðtúra um götur bæjarins á okkar dásamlega bláu reiðskjótum. Fórum í gær og skoðuðum 2 gæslu/rólóvelli hér í bæ og verð ég að segja að þessir vellir eru fjölskyldu/barnvæna Reykjanesbæ hreinlega til háborinnar skammar. Tækin fá, illa farin og umhverfið óaðlaðandi og stundum hreinlega hættulegt börnum. Held að bæjarstjórinn okkar, hinn blái Árni, ætti að senda gengið sitt á vellina til að hreinsa til og endurnýja síðan tækin. Okkur tókst að fjárfesta í jólagjöfinni frá foreldrum mínum, sem þau gáfu okkur á jólunum 2005, á laugardaginn. Mér þykir það mikið afrek að það skuli taka 2 ár að kaupa eina gjöf.
Smíðaði helling í pallinum mínum á sunnudaginn og ætlaði síðan að leggjast í bað en það fór ekki betur en svo að ég endaði í sturtu á stofugólfinu. Það er víst betra að skrúfa fyrir vatnið þegar karið er orðið fullt. Svona sturta fer ekki vel með parketið mitt í loftinu, en þetta er samt svolítið fyndið svona eftir á.
Jæja ætla að fara að horfa á regnið berja rúðurnar og leika við Gullrassinn minn en þangað til næst, elskið hvert annað og munið eftir að njóta dagsins því hann er besti dagur lífs þíns.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með farskjótana
Anna Gísladóttir, 12.9.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.