Undurfagurt blátt farartæki

Síðustu dagar hafa verið hreint ljómandi ágætir. Ég fór á föstudaginn og keypti mér fararskjóta, hjólundurfagurt blátt reiðhjól. Nú á sko að fara að taka á því að hreyfa sig, stunda útivist og eyða tíma með mínum hjartaknúsara.  Við fengum hana Möggu okkar til að passa á laugardaginn og skruppum í borg óttans, um miðjan dag því ekki er nægilegt að ég eigi mér dásamlegt útivistarfarartæki ef Mumminn minn á ekki neitt sambærilegt þar sem ætlunin er að nota græjuna til samverustunda. Ég er ekki að sjá mig reiða gæjann þar sem ég á alveg nóg með að halda mér í jafnvægi. Þannig að við skelltum okkur og fundum annað dásamlega blátt reiðhjól í hans númeri og höfum við farið í smá reiðtúra um götur bæjarins á okkar dásamlega bláu reiðskjótum. Fórum í gær og skoðuðum 2 gæslu/rólóvelli hér í bæ og verð ég að segja að þessir vellir eru  fjölskyldu/barnvæna Reykjanesbæ hreinlega til háborinnar skammar. Tækin fá, illa farin og umhverfið óaðlaðandi og stundum hreinlega hættulegt börnum. Held að bæjarstjórinn okkar, hinn blái Árni, ætti að senda gengið sitt á vellina til að hreinsa til og endurnýja síðan tækin. Okkur tókst að fjárfesta í jólagjöfinni frá foreldrum mínum, sem þau gáfu okkur á jólunum 2005, á laugardaginn. Mér þykir það mikið afrek að það skuli taka 2 ár að kaupa eina gjöf.

sturtaSmíðaði helling í pallinum mínum á sunnudaginn og ætlaði síðan að leggjast í bað en það fór ekki betur en svo að ég endaði í sturtu á stofugólfinu. Það er víst betra að skrúfa fyrir vatnið þegar karið er orðið fullt. Svona sturta fer ekki vel með parketið mitt í loftinu, en þetta er samt svolítið fyndið svona eftir á.

regn

 

Jæja ætla að fara að horfa á regnið berja rúðurnar og leika við Gullrassinn minn en þangað til næst, elskið hvert annað og munið eftir að njóta dagsins því hann er besti dagur lífs þíns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Til lukku með farskjótana

Anna Gísladóttir, 12.9.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband