Ég er stressuð!

Jæja var að fá niðurstöður frá blóðsugunum og segja þær að ég sé með góðan blóðhag. Nægilega mikið af vítamínum og steinefnum  (greinilegt að það dugar að borða nokkuð rétt) og flott kólesteról, þrátt fyrir hrikalega fjölskyldusögu og fullt af Doritos á hverjum degi. Þar sannast enn einu sinni orð gamals læknis sem ég fór til sem sagði að  ég gæti orðið feit kyrrsetukelling án þess að hafa áhyggjur af kólesterolinu. Getið þið séð mig fyrir ykkur þannig? Sem sagt allar tölur góðar nema smá hækkun í sumum lifrargildunum og ætla ég að sýna snillingnum niðurstöðurnar og vita hvað hann segir um þær. Annars er ég víst bara stálhress og greinilega bara að farast úr stressi og þess vegna er hjartað mitt að flýta sér svona mikið. Verð greinilega að fara að slaka aðeins á og óska ég hér með eftir góðum ráðum til þess. Hef reyndar trú á að álag síðustu ára sé ekki auðlagað en það má reyna.

Smíðavinnan í pallinum mínum er farin að ganga eitthvað og er ég farin að sjá loksins fyrir endan á þessum ósköpum. Ég lofa því að setja inn mynd af honum þegar hann verður tilbúinn. Hann verður ógó flottur.

Hætt í bili þarf að skella mér í pallvinnu því Magga pass er mætt og þá þýðir ekkert að slæpast, svo þangað til næst elskið hvert annað án þess að negla á puttana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Þú verður að fara vel með þig kona !!

Gerða Kristjáns, 13.8.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Slaka á, róa sig niður ....... hmmmmm *klóríhaus*....... neibb sorry á engin góð ráð í svoleiðis

Hafðu það eins gott og þú mögulega getur og gangi þér vel við restina af pallasmíðinni

Anna Gísladóttir, 13.8.2007 kl. 21:54

3 Smámynd: Halla Rut

Þig vantar hugarró. Sendi hér eina..........

Halla Rut , 14.8.2007 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband