I'm home

Jæja þá er ég komin aftur til byggða. Við fórum fjölskyldan í sumarbústað í viku með krosslagða putta og vonuðum að vikan yrði vika en ekki bara nokkrir dagar. Það færi allt eftir því hvernig Huginn myndi líka vistaskiptin. Honum líkaði þau ágætlega og vorum við því í viku fríi. Fórum síðasta föstudag og ég var með létta tremmu yfir því að koma ekki öllum farangrinum og börnunum í bílinn í einu en það leystist farsællega því Hafrún var beðin um að passa á föstudagskvöldið og yrði henni síðan skutlað í bústaðinn eftir passið. Þannig að við komum 3 börnum og hálfu sjúkrahúsi ásamt öðrum farangri í bílinn. Áttum síðan yndislega viku í fríi fjarri netheimum og ýmsum öðrum munaði en vorum engu að síður í munaði. Er bara ekki frá því að ég hafi aðeins náð að hvíla mig og safna smá á rafhlöðurnar mínar sem eru löngu orðnar galtómar. Vona bara að hleðslan dugi í einhvern tíma. Síðan þegar fór að líða að heimferð fengum við hjónaleysin aftur tremma því við þyrftum að fara heim með 4 börn, hálft sjúkrahús og annan farangur þannig að til að losna við að börnin þyrftu að sitja undir súrefnisvélunum á heimleiðinni fóru Mumminn og Guðjón heim með allt það dót sem við þurftum ekki að nota í gærkvöldi og komu síðan austur aftur, sváfu og síðan í morgun hentum við því sem við gátum ekki verið án í bílinn, síðan fóru börnin 4 í bílinn og við og allir sátu frjálsir og áttum við flotta heimferð þar sem vel fór um alla. Þegar við komum heim tóku tvö afskaplega glöð kattarkvikindi á móti okkur, héldu sennilega að við kæmum ekki aftur til þeirra. Ekki að það hafi væst um þau því Berglind dekraði við þau út í eitt á meðan við vorum í burtu. Hún fór meira að segja og keypti eitthvað gúmmulaði handa greyjunum, þau áttu svooo bágt, alein heima. Takk Berglind fyrir passið á kvikindunum okkar.

Þegar við komum heim var húsið ískalt, allt í lagi ekki ískalt heldur bara svolítið mikið svalt. Mér láðist nefnilega að kveikja á ofnunum þegar við tókum súrefnissíurnar úr sambandi og því var húsið ekki kynnt á meðan. Við kyndum nefnilega með súrefnisvélunum. Ég ætti kannski að kveikja á hinni vélinni á meðan það er að hitna aðeins? Nei geri það bara í kvöld og skelf þangað til nema ég hafi opið fram í þvottahús á eftir þegar ég set í þurrkarann fæ mér svo bara kaffi þó klukkan sé orðin 2, þá hlýtur mér að hlýna aðeins.

Álagningarseðlarnir biðu okkar þegar við komum heim og kom þar í ljós að við höfðum greitt ríkinu næstum allt sem við höfðum átt að gera á síðasta ári sem þýðir að við þurfum ekki að greiða til Ríkissjóðs þetta árið sem er ágætt og síðan fáum við bætur fyrir að eiga svona mörg börn. Fáránlegt að kalla þetta barnabætur nær væri að kalla þetta styrk eða eitthvað svoleiðis. Það er eins og fólk eigi að fá bætur fyrir að eignast börn, líkt og fólk fær tryggingarbætur eftir að það verður fyrir tjóni.  Mér finnst þetta ekki sambærilegt. Því mér finnst það alls ekki tjón að eiga börn ekki einu sinni þó barn sé alvarlega veikt. Það er álag að eiga börn og ekki alltaf auðvelt en alls ekki tjón heldur þvert á móti. Síðan get ég haldið fyrirlestur um þetta málefni en ætla að geyma hann til annars tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Gaman að heyra að fríið ykkar lukkaðist svona vel  
Varðandi barna"bæturnar" gæti ég ekki verið meira sammála ...... og varðandi sama mál þá skil ég ekki hvers vegna það er mest greitt meðan að börnin eru lítil ....... Mér finnst það ætti að greiða minnst þá og svo hækka það því börnin þurfa meira og gera meiri kröfur (samfélagið gerir kröfur fyrir þau) eftir því sem þau eldast

Anna Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 15:17

2 identicon

Velkomin heim og það var nú ekki mikið mál að passa upp á kisurnar

Berglind (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 16:26

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Velkomin heim og frábært að þið gátuð verið allan tímann! Kisurnar mínar fagna mér alltaf vel þótt ég hafi bara verið daginn að heiman, eða í vinnunni.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.8.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband