Frábær helgi

Það er kominn mánudagur eftir óvenjulega helgi. Hún var ekkert óvenjuleg fyrir venjulegt fólk en mjög óvenjuleg fyrir mig og Mummann minn. Við vorum tvö ein heima og fórum meira að segja upp í Borgarfjörð í heimsókn til hennar systur minnar. Við gistum í sveitinni og er þetta allt mjög sérstakt fyrir okkur undanfarin misseri. Man ekki hvenær ég svaf ekki síðast heima hjá mér fyrir utan spítalann og Rjóðrið. Sem sagt helgin var frábær og ég mun lifa slatta lengi á henni.  Stelpurnar skelltu sér norður með bróður mínum og eyddu helginni í dekri hjá ömmu sinni og afa þeim finnst það alltaf svo frábært. Huginn er enn þá í Rjóðrinu en við erum að fara núna á eftir að sækja hann. Það verður gott að fá hann heim aftur.  Annars verð ég að þakka sveitafólkinu mínu kærlega fyrir frábæra helgi.

Pallurinn minn er á blússandi ferð og með þessu áframhaldi verður hann tilbúinn fyrir Ljósanótt. Alla vega er Mumminn búinn að bjóða fólki í pottinn þá helgi þannig að við erum í vondum málum ef það klikkar. Held samt að það klikki ekki. Er nefnilega að hamast við að setja bönd yfir dregarana og þá er bara að setja klæðninguna yfir og og og. Sko eins og heyrist þá er hann alveg að verða tilbúinn.

Ætla að hætta að bulla í bili og þangað til næst verðið þið að muna eftir að elska hvert annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband