Föstudagurinn 13. Ógurlega svakalega hræðilegur dagur ef...

Í dag er ógurlegur dagur. Að minnsta kosti í augum þeirra sem lifa eftir hjátrúnni. Það er Föstudagurinn 13. úúú. Mér finnst reyndar föstudagar ágætir dagar og sérstaklega þeir sem eru 13. dag mánaðarins, ég er reyndar ótrúlega óhjátrúarfull kona og hef óspart grín gert að þeim sem lifa eftir hjátrú í huga mér. Ok. stundum hugsa ég líka upphátt. Í dag hefjast Hundadagar og samkvæmt hjátrúnni ræðst veður sumarsins af veðrinu sem er í dag. Hér er glaða sólskin, hægur vindur og hlýtt. Ja svei mer þá ef ég velji ekki bara að trúa á þetta núna. Ég er ekkert ósátt við veðrið eins og það er í dag og hef ekkert á móti því að það verði svona út sumarið.  Ég ákvað að lesa stjörnuspána mína, í dag hún hljómar svo: "Þú er svo vinsæll að þér finnst þú ekki þurfa að ganga í augun á neinum. Leyfðu öðrum líka að tala og sýna hvað í þeim býr". Þetta er það flott stjörnuspá að ég er að hugsa um að trúa henni í dag. Það hentar ágætlega nema kannski að þurfa að þegja.  Það er sem sagt ljóst eftir skrif mín hér að ofan að ég er hentistefnumanneskja, amk. þegar hjátrú og stjörnuspá er um að ræða.

Guðjón minn er enn í sveitinni og unir vel. Honum datt í hug að taka þátt í Héraðsmóti í frjálsum íþróttum þrátt fyrir að hafa aldrei æft frjálsar nema auðvitað í leikfimi í skólanum. Guttinn fór, sá og sigraði. Hann tók þátt í 6 greinum og tók gull í 2 og silfur í öðrum 2 auk þess sem hann skilaði stigum í 1 grein og tókst að verða ekki síðastur í þeirri síðustu. Og ekki nóg með það heldur var hann einnig stigahæstur pilta á mótinu og fékk að launum dýrindis dollu og þátttökurétt á stærra móti sem verður haldið í ágúst. Hann ætti kannski að skella sér í að æfa frjálsar og stefna á að verða næsti Jón Arnar.

Ég er enn í iðnaðarmanns gírnum er pallinn varðar. Gerist lítið en gerist samt smá. Þá er ég svo sannarlega að tala um smá. Einn daginn er mokuð hola, næsta dag önnur hola svona gengur þetta koll af kolli. Ég er reyndar að gæla við þann draum að geta gert dálítið meira á dag en grafa eina holu á næstu dögum. Við erum nefnilega búin að fá konu sem ætlar að hjálpa okkur með Huginn og er upplagt á meðan aðlögun stendur að fara ekki lengra en hinu megin við vegginn og smíða pall. Ætla samt ekki að fullyrða neitt um hraða verksins en vona samt að hraðinn verði meiri en hraði snigilsins. Það hlýtur að verða þannig því eins og allir vita þá flytur trúin fjöll og er dagurinn í dag sérstaklega tilvalinn til að trúa. 

Nóg í bili. Þangað til næst elskið hvort annað þó þið komist ekki í Húsafell. (þar er fullt)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband