Allt í einu júlí

Nú er kominn júlí alveg án þess að maður viti af því. Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og án þess að maður taki eftir því. Það eru bara að koma jól. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að pallurinn myndi verða tilbúinn núna þá er hann það alls ekki. En það er þó byrjað að koma mynd á hann og eitthvað af efninu komið í garðinn. En betur má ef duga skal. Núna er Huginn í Rjóðrinu og er því ekki hægt að nota hann sem ástæðu fyrir hve hægt gengur en síðan er verið að benda mér á það að ég þurfi líka smá hvíld og eigi að sofa meira. Ok. Ég ætla að sofa á morgun. Planið í dag er að skella sér á fótboltaleik upp á Skaga. Já ég stefni á að fara á fótboltaleik með Mummanum mínum og ætla að vera meðvirk, því þegar meðvirknin er með í för þá er ekkert svo leiðinlegt að fara á leik. Hef reyndar ekki tekist að virkja meðvirknina þegar fótboltinn er í sjónvarpinu þannig að hann er hundleiðinlegur þar ennþá. Mumminn minn heldur samt í þá von að það komi til með að breytast og vonar enn meir að það gerist sem fyrst.

Ásdís er komin heim frá Eyjum, alsæl með mótið. Hún skemmti sér konunglega við leik og störf. Vinskapur hópsins efldist til mikilla muna og hlakkaði hana mikið til að fara á æfingu í morgun til að hitta strákana aftur. Við höfum fengið að heyra margar sögur um hvað var gert og eru þar nefnd fleiri nöfn en áður og þó sérstaklega eitt oftar en önnur.

Í gærkvöldi skelltum við okkur í bíó. Það er langt síðan við höfum getað gert það. Ótrúlegt hvað svona sjálfsagður hlutur er mikils virði þegar hann er ekki svo sjálfsagður lengur. Við erum reyndar farin að sjá fram á að þetta sé samt eitthvað sem við getum farið að gera meira af því að núna loksins erum við að fá einhvern sem getur leyst okkur aðeins af og við þá farið að taka þátt í hinu almenna lífi að einhverju ráði aftur. Við verðum samt örugglega frekar klaufsk við það svona til að byrja með því við erum eiginlega búin að gleyma hvernig það er að geta farið saman eitthvað eins og bara út í búð en þetta er örugglega eins og að hjóla. Einu sinni lært og þá er maður fljótur að rifja upp gamla takta.

Jæja ætla að hætta þessu bulli í bili. Þangað til, munið að elska hvert annað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband