Gleðilega hátíð.

Til hamingju með daginn allir Íslendingar nær og fjær. Í dag er 17. júní og það er ekki rigning eins og oft virðist vera í minningunni. Heldur er frábært veður, skýjað og lítill vindur. Sólin lét sjá sig annað slagið og er bara hlýtt úti. Vegna þess hversu gott veðrið er skelltum við okkur hjónaleysin ásamt Hugin niður í skrúðgarð til að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins. Þetta er í 3. skiptið sem Huginn fer út að ganga Íslandi frá því hann fæddist og fannst honum mjög skemmtilegt að vera úti. Hann varð reyndar svolítið þreyttur og fékk sér kríu í strollernum sínum.

Ég get ekki annað en hugsað um þegar við vorum í Pittsburgh á þjóðhátíðardegi BNA og gera léttan samanburð á stemmingunni. Í BNA mætti fólk í garðinn með grillin sín, stórar kælikistur, stóla og borð. Síðan grillaði fólk og borðaði á meðan það naut skemmtiatriðanna sem í boði voru og var hátiðinni síðan lokið með rosalegri flugeldasýningu. Nærri jafn flottri og er hér á Ljósanótt.  Hér í skrúðgarðinum í dag var margt fólk saman komið en enginn með grill og einnig sá ég engan sólstól en fullt af skemmtiatriðum. Við höfum stundum talað um hvernig það væri ef við myndum gera eins og Kaninn og mæta með grillið í garðinn. Við höldum að það sé bara gaman en við erum ekki eins viss um hvort aðrir gestir hátíðarinnar yrðu sama sinnis. Látum kannski verða af þessu einhvern annan 17. júní.

Annars er helgin búin að líða í rólegheitunum og engri pallavinnu verðum að fara á fullt á morgun. Þetta gengur ekkert svona. Pallurinn smíðar sig víst ekki sjálfur. Þar sem fullorðna barnið er að koma í mat ætla ég að fara að skella steik í ofninn og sjóða jarðepli til að hafa með í sykurlegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband