litlir kassar, allir eins

Enn einn flotti dagurinn. Gerðist ekkert sem er fínt. Reyndar sváfum við óvenju lengi í morgun en Huginn vaknaði ekki fyrr en rúmlega 9. Reyndar þurfti ég að vakna kl 8 og slökkva á næringunni og síðan var ónæmisbæling kl 9.  Ég er búin með eins mikið í garðinum og ég get í bili, núna er bara að panta gám í fyrramálið og skutla torfinu í hann þegar hann er mættur. Þá er hægt að fara að grafa fyrir undirstöðunum.

Við tókum rúnt út í Sandgerði og Garð í dag. Alveg merkilegt hvað Sandgerði er að blása út. Það eru líka fullt af mjög flottum húsum. Alltaf gaman að sjá eitthvað annað en fjöldaframleidd verksmiðjuhús. Mér finnst eiginlega leiðinlegt að sjá margar götur allar með eins húsum eins og er td. inni í Njarðvík og Vogum. Kannski er ákveðinn stíll yfir því en mér finnst það hundleiðinlegt og óspennandi að sjá. Það er eins og í laginu "litlir kassar, litlir kassar og allir eins". Enda gleðst ég mikið þegar ég sé arkitektahús sem eru alltaf inn á milli verksmiðjuframleiddu húsanna og gefa yndislegan svip á götumyndina. Reyndar virðist vera svipuð hönnun á þeim oft líka en það fyrirgefst mjög auðveldlega því þau eru falleg og spennandi og lífga upp á útsýnið.

Núna er Huginn sofnaður og Mumminn minn á leið í bæinn að sækja hina afleggjarana mína sem voru að koma úr dekrinu í sveitinni. Mikið verður gott að fá þau heim aftur og allt verður eins og venjulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband