Fyndið líf

Fyndið þetta líf. Flesta daga er ekkeert að gerast hjá mér en núna síðustu daga hefur verið miklu meira en venjulega að gerast og síðan má vel búast við því að allt detti í sama farið aftur fljótlega. Hingað koma yfirleitt ekki gestir en undanfarið hefur komið fullt af fólki. Gaman að því.

Huginn fór í Rjóður í gær. Þar sem hann hefur verið settur á marmarastall þá eru allir frekar hræddir við hann. Vegna þessarar hræðslu þá var ég beðin um að sofa hjá honum í nótt sem ég gerði. Það að sofa ekki heima hjá sér er slítandi og þrátt fyrir "ágætan" svefn þá er ég dauðþreytt núna. Reyndar er ég viss um að ef Mummi hefði sofið hjá mér þá væri ég úthvíld núna. Hann hefur svo góða nærveru og hann fullkomnar mig. Geri mér oft ekki grein fyrir því fyrr en við erum aðskilin.  Ok. væmið en það má þegar fólk er ástfangið. Við förum síðan þegar Mummi er búinn að vinna og sækjum Huginn, Hafrún, Guðjón og Ásdís koma með og fara síðan norður með Jósteini í sveitina hjá mömmu og pabba og verða yfir helgina. Þeim hlakkar öllum til því þeim finnst frábært að vera í sveitinni og ég gruna foreldra mína um ofdekur en mér er sagt að það sé réttur afans og ömmunnar og það virðist ekki hafa slæm áhrif á börnin svo gott mál. Ég hlakka til að verða amma eftir svona 10 ár, ekki tímabært fyrr, krakkarnir eru enn það ungir og þurfa að einbeita sér að námi og að koma undir sig fótunum. En eins og oft hefur verið sagt þá kemur ástin stundum aftan að fólki og það ræður ekki neitt við neitt og verður það að hafa sinn gang. Ég vona samt að krakkarnir mínir haldi áfram að hugsa rökrétt og skynsamlega.

Mumminn minn er í kappi. Hann er í kappi við mig að blogga og telur í stigum. Fyndið. Hann sem er búinn að hafa bloggsíðu hér í marga mánuði og bloggar ekki fyrr en ég hef hent inn línum nokkrum sinnum. Hann setti upp bloggið fyrir mig því ég var ekki viss um að hafa neitt að segja. Þannig ég skrifa smá núna og fæ aðeins fleiri stig í dag en hann allavega fram á kvöldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband