Færsluflokkur: Bloggar
17.11.2007 | 23:44
Mig langar til mömmu!
Mamma er á Tenerife og þar er hlýtt og gott. Hér er kalt og ... Ég var að lesa frétt frá Vísindanefnd Sameinuðuþjóðanna þar sem segir að hlýnun jarðar sé staðreynd. Hvar er þessi hlýnun? Hún er örugglega ekki í Keflavík ég verð að minnsta kosti ekki mikið vör við hana núna. Frost, rok og snjór. Brrr oj.
Annars er ég komin aftur til meðvitundar eftir yndislegan magavírus sem heimsótti mig á fimmtudaginn. Reyndar man ég ekki eftir því að það hafi verið fimmtudagur, það var miðvikudagur og síðan allt í einu föstudagur. Fúlt að missa heilan dag úr og að það sé ekkert til að hafa móral yfir. Jæja, svona er þetta bara, gengur bara betur næst.
Er núna búin að gera helling fyrir merkisafmæli Gullrassins míns sem er á morgun. Hann verður 3 ára sem er í sjálfu sér ekkert merkilegt en í upphafi árs var okkur fjölskyldunni sagt af læknum að við gætum ekki búist við því að hann næði þeim aldri. Gullrassinn hefur reyndar verið þekktur fyrir að fara þvert á allar fyrirfram ákveðnar leiðir og það ætlar hann að gera einnig að þessu sinni, sem betur fer. Hef svo oft verið næstum búin að missa hann að ég veit það ekki sjálf og get sagt ykkur þó svo hægt sé að venjast ýmislegu þá er ekki hægt að venjast þessu og óska ég engum að þurfa að upplifa slíkt. Má ég benda ykkur á heimasíðuna hans fyrir afmæliskveðjur, það væri gaman að fá kveðju.
Þangað til næst elskið hvort annað og knúsist, ekki veitir af í þessum kulda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.11.2007 | 23:18
Á meðan Oprah er í tv-inu þá blogga ég.
Þar sem mér leiðist Oprah og það er ekkert annað í sjónvarpinu þá datt mér í hug að henda hér inn nokkrum línum.
Hér er búið að vera stuð. Eftir frábæra helgi þar sem öll börnin mín voru saman komin við kvöldmatarborðið á sunnudag kom mánudagurinn með sín venjulegu hversdagslegu athafnir. Síðan rann upp þriðjudagur og áttum við tíma með Gullrassinn í ljósmyndatöku. Hann var drulluslappur, kastaði meira upp en venjulega en við fórum samt. Myndatakan tókst sæmilega en ætli við verðum ekki að fara með hann aftur fljótlega. Ótrúleg tilviljun. Barnið hefur verið mjög hresst í langan tíma en síðan akkúrat í gær var hann svo heppinn að fá magavírus (gubbupest). Hann er miklu mun hressari í dag og eins og staðan lítur út núna virðist hann ætla að hrista þetta af sér eins og flestir aðrir, sem sagt á nokkrum dögum. Hingað til hefur magavírus (gubbupest) verið eitt af því versta sem Gullrassinn getur fengið, kostað mikil veikindi í margar vikur jafnvel gjörgæsludvöl og öndunarvél. En allt lítur út fyrir að núna verði þetta eins og hjá öðru fólki. Gelgjan veiktist líka í gær af magavírus en er öll að hressast. Unnustinn er núna steinsofandi inni í rúmi, kominn með hita og læti. Þá er bara að krossa putta og vona að allir verði orðnir hressir á sunnudaginn því þá er stór dagur hjá okkur. Gullrassinn verður 3 ára og lítur allt út fyrir að loksins munum við geta haldið upp á afmælið hans heima. Þegar hann varð eins árs þá var hann á spítala, þegar hann varð tveggja, þá var hann á spítala en við tókum hann heim í um tvo tíma bara til að geta sagt að hann hafi verið heima. Ef hann hefði ekki átt afmæli þá hefði hann ekki komið heim þann dag. En núna lítur allt út eins og ég sagði að hann verði heima allan afmælisdaginn.
Þar sem það eru bara 40 dagar til jóla þá byrjaði ég að baka fyrir jólin í dag. Bakaði eina litla sæta 6 laga vínartertu eins og mamma gerir alltaf. Síðan þarf ég að baka meira fyrir afmælið og nokkrar smákökusortir og örugglega eitthvað meira. Mér finnst reyndar ekkert sérstaklega gaman að baka en geri það samt, það er skemmtilegra að elda. Fékk líka jólakortin í dag þannig að ég get farið að skrifa í þau jólakveðjur. Prinsessan hefur verið að dunda sér við ljóðaskrif, ég ætti kannski að fá nokkur þeirra lánuð til að setja í kortin, það gæti verið skemmtilegt.
Þangað til næst elskið hvert annað, líka þegar veikindi eru til staðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.11.2007 | 21:01
Aumingja ég, ég er að drepast úr hor.
Hún Magga Ö bloggvinkona mín er með skemmtilega færslu þar sem hún segir að vísindamenn hafi nú eftir áralanga rannsókn sannað að það sé gott að vera aðeins of þungur. Ég er í losti yfir þessari rannsókn. Ég er greinilega alltof mjó og á því víst ekki samkvæmt rannsókninni mikla framtíð fyrir mér.
Þegar ég fermdist þá var ég óttaleg písl. Mamma snillingur saumaði á mig afar fallegan kjól sem ég skartaði á þessum merka degi. Núna fyrir næstum 23 árum, 4 meðgöngum og slatta af stækkun seinna þá kemst ég enn í fermingarkjólinn minn. Hann passar ekki, mittið stendur dálítið hátt og einnig er hann í það þrengsta en ég kemst í hann. Ég hef reyndar alltaf verið í vandræðum með aukakílóin, það er að segja að fá þau til að tolla á mér en mér var einhvern tímann sagt svolítið sem vakti hjá mér von en það var að við hvert barn sem kona gengi með bættust á konuna 2 kíló og síðan þegar konan yrði 30 þá kæmi 1 kíló á árið. Samkvæmt því ætti ég að vera næstum 70 kíló. Mig vantar enn slatta upp á að ná því eða um 20 kílóum.
Annars fórum við í Reykjaneshöllina í dag á afmælistónleika hjá Spkef. Sparisjóðurinn er 100 ára um þessar mundir og er þetta liður í hátíðarhöldum í tilefni þess. Fínir tónleikar og fullt af fólki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.11.2007 | 21:07
Á ég ekki að fá kassakvittun?
Nú er alltaf verið að reyna að kveikja hjá okkur Íslendingum neytendavitund. Ég reyni hvað ég get að fylgjast með vöruverði þeirra hluta sem ég kaupi. Held meira að segja mjög strangt heimilisbókhald sem gefur mér gott yfirlit yfir hversu mikið matvara hefur hækkað frá áramótum. Það er hellingur.
Vegna þessa heimilisbókhalds míns vil ég fá kassakvittun fyrir því sem ég versla. Í kvöld var ógeðskvöld hjá okkur fölskyldunni og var því pöntuð pizza frá Dominos. Ég greiddi fyrir pizzuna með peningum og þegar ég bað um að fá kassakvittun kom svona ?svipur á stúlkuna sem afgreiddi mig og fékk ég að vita að hjá Dominos væri ekki hægt að fá kassakvittun.
Á ekki viðskiptavinurinn alltaf rétt á að fá kassakvittun og eru þetta ekki slæmir viðskiptahættir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.11.2007 | 23:52
Helgaruppgjörið
Þá er þessi helgi að renna sitt skeið og lífið að verða venjulegt á ný. Bullurnar mínar væntanlegar á morgun úr útlandinu sennilega klyfjaðir einhverjum boltavarningi. Skilst að sumir hafi sankað að sér í búllunni á vellinum. Þar kom í ljós að unglingurinn hafði keypt þrælgallaðan búning í Liverpool í fyrra og tóku búðarmennirnir hana og létu strák hafa nýja ógallaða. Hann var ekkert smá ánægður, því það er ekki flott að vera í búning með afflögnuðum stöfum.
Prinsessan sem fór í bæinn í gær eftir fimleikaæfingu og amerískan morgunverð er komin aftur og er núna á stefnumóti við Óla Lokbrá. Gullrassinn fer í Rjóður á morgun og verður þar fram á föstudag að öllu óbreyttu en hann fer ekki fyrr en hann hefur farið upp á flugvöll að sækja föður sinn og bróður. Síðan eru foreldrar mínir væntanlegir eftir helgina þar sem þau ætla að millilenda hjá mér á leið sinni yfir hafið þangað sem sólin á heima. Systir mín er víst líka að fara á sama stað með sömu vél og ég verð að viðurkenna að mig langar frekar mikið til að fara með þeim er ef satt skal segja orðin hundleið á þessum regntíma sem virðist vera ríkjandi núna þessa mánuðina.
Fósturforeldrarnir mínir höfðu samband í gærdag og báðu mig um að elda handa þeim kvöldmat. Það var auðsótt mál. Fékk reyndar að vita hvað ég ætti að elda og síðan komu þau með hráefnið. Prinsessan og besta vinkonan voru sammála með að það væri ekki skrítið að þau skildu biðja mig um þetta því ég eldaði svo góðan mat Verð að trúa því amk. svolítið, það eru nokkur hint sem erfitt er að horfa framhjá. Unnustinn fer stækkandi og það er alveg sama hvað ég elda mikið það klárast alltaf. Vinkonan kemur oft eftir kvöldmat heima hjá sér og þá erum við gjarnan að borða og þá er algengt að hún biðji um að fá smá, því hún veit að það sem er í matinn hér er svooo gott. Kannski kem ég til með að verða næstum jafngóður kokkur og hún móðir mín, en það er samt töluvert í það enn þá, og eitthvað sem ég vona að verði.
Sit hér með rauðvín í glasi og gjói eins og einu glerauga á einhverja mynd á stöð2 þar sem svartir eru alls ekki samboðnir hvítum og er snillingurinn svartur en fær ekkert kredit fyrir það sem hann gerir heldur er hvíta manninum sem vinnur við hlið þess svarta gefið allt hrósið. Sorglegt en sem betur fer hefur þetta viðhorf mikið breyst og núna eru svartir almennt metnir af verðleikum.
Bloggar | Breytt 5.11.2007 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.11.2007 | 13:58
Nú er það opinbert að ég er ...
Nú sit ég hérna og horfi á Sýn2 þar sem verið er að sýna leik Arsenal og Manchester United. Það er kannski ekki í frásögur færandi að það sé fótbolti í sjónvarpinu hér nema það að bullurnar mínar eru ekki heima. Ástæðan fyrir fjarveru bullanna minna er sú að þeir eru einmitt staddir í London á þessum leik. Þvílíkt gaman hjá þeim.
Auglýsingarnar í hálfleik vöktu athygli mína þó sérstaklega ein. Hún er frá Sjóvá. Þar segir frá manni sem kemur heim til sín og allt er í logandi kertum. Rosa rómó. Maðurinn horfir á kertin og gengur síðan að kæliskápnum og opnar hann. Síðan sér hann fallegu konuna sína liggja á rúminu, klædda rauðri tælandi flík. Þá er eins og hann fatti eitthvað og stekkur til og sækir slökkvitæki og slekkur á öllum kertunum.
Ég átta mig ekki á því hvers vegna maðurinn gerir ekki neitt fyrr en hann sér konuna liggja heita og tælandi, tilbúna til að draga hann á tálar. Hver er boðskapur auglýsingarinnar? Er hann að sumir eru tryggðir án þess að vita fyrir hverju eða að falleg, heit og tælandi kona sé hættuleg? Eða er barra verið að segja okkur frá hjónabandserfiðleikum auglýsingahöfundarins? Ég ekki skilja en þú?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.11.2007 | 00:25
Kaffiprófið
Datt niður á kaffiprófið, niðurstaðan segir að...
Þú ert svo mikið sem...
Espresso!
Þú ert með eindæmum sjálfsöruggur einstaklingur. Þú ert vandvirkur og samviskusamur en lætur það þó stundum eftir þér að fresta verkefnum til morguns. Þú ert á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái þér á nokkurn hátt.
Þú ert 30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Kannski er eitthvað til í þessum prófum. Espresso er gott.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 21:35
Einn góður
Einn góður.
Ég og kærastan mín vorum búin að vera saman í meira en ár svo að við ákváðum að gifta okkur.
Foreldrar okkar hjálpuðu okkur á allan hátt, vinir mínir hvöttu mig og kærustuna. Hún var algjör draumur!
Það var aðeins eitt sem var að bögga mig og þessi eini hlutur var yngri systir hennar. Mín tilvonandi mágkona var 20 ára og var í míni pilsi og í stuttri blússu. Hún beygði sig yfirleitt þegar hún var nálægt mér og ég fékk mjög oft ánægjulegt útsýni á nærfötin hennar.
Þetta hafði verið úthugsað. Hún gerði þetta aldrei þegar hún var nálægt einhverjum öðrum.
Einn daginn hringdi hún og spurði (litla systirin) hvort ég vildi ekki koma til að kíkja á giftingarboðskortin með sér. Hún var alein þegar ég kom. Hún hvíslaði að mér að fljótlega yrði ég giftur, og hún hafði tilfinningar og löngun til mín. Hún sagði mér að hana langaði að hafa mök við mig bara einu sinni áður en ég giftist og eyddi ævinni með systur
hennar. Ég var í algjöri sjokki og kom ekki einu orði út úr mér. Hún sagði: 'Ég ætla upp í rúm og ef þig langar að halda áfram með þetta komdu þá upp og náðu í mig'. Ég var agndofa. Ég var frosinn, ég var í sjokki þegar ég horfði á hana fara upp stigann. Þegar hún var komin upp fór hún úr nærbuxunum og henti þeim niður til mín. Ég stóð þarna í smátíma snéri mér síðan að dyrunum, opnaði þær og fór út úr húsinu.
Ég gekk beint að bílnum mínum. Tengdapabbi minn tilvonandi stóð fyrir utan og með augun full
af tárum faðmaði hann mig og sagði: 'Við erum svo ánægð með að þú stóðst okkar litla próf og við getum ekki beðið um betri mann fyrir okkar dóttir'. Velkominn í fjölskylduna.
BOÐSKAPURINN MEÐ ÞESSARI SÖGU ???
'ALLTAF AÐ GEYMA SMOKKANA Í BÍLNUM'
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2007 | 17:05
Er verkalýðsforystan nægilega sterk?
Nú er mikið rætt um komandi kjarasamninga og hverjar helstu áherslurnar verið í samningsgerðinni. Mikið rætt um nauðsyn þess að lækka laun hjá þeim sem lægstu hafa launin en annarra minna. Þessi krafa hefur verið lengi við lýði en samt hefur takmarkið ekki náðst. Kannski vegna þess að flestar launahækkanir eru í prósentum en ekki krónum. Einnig hefur verið talað um veikindarétt fleiri þætti. Veikindaréttur vegna barna er frekar lélegur á Íslandi en starfsmaður á einungis 10 daga á ári til að sinna veiku barni sínu. Það er ekkert tillit tekið til þess hvort starfsmaðurinn er einstætt foreldri, hvort starfsmaðurinn eigi fleiri en eitt barn og alls ekki ef starfsmaðurinn á langveikt barn. 10 dagar skulu það vera. Á Íslandi er stórfjölskyldan í miklum tengslum og mætti skoða að setja inn ákvæði um veikindadaga vegna óvæntra atburða innan stórfjölskyldunnar, eins og alvarlegra veikinda, slysa eða dauðsfalla. Almennt er ekki tekið tillit til fleiri en foreldra starfsmanns í samningum. Starfsmaðurinn þarf að treysta á velvild vinnuveitandans og sem betur fer eru vinnuveitendur almennt skilningsríkir. Mér finnst mál til komið að verkalýðsfélögin og atvinnuveitendur fari að líta til hinna norðurlandanna í þessum málum, þar er veikindarétturinn töluvert annar veruleiki.
Einu sinni fyrir slatta af árum var ég trúnaðarmaður á vinnustað þar sem stéttarfélagið var BSRB. Ég hafði mikinn áhuga á þessum málum og hafði mig töluvert í frammi. Þegar kom að því að semja kröfugerð fyrir yfirvofandi samninga var farið á sem flesta vinnustaði til að fá að vita hvað lægi helst á fólki. Á hvað skyldi leggja áherslu og svo framvegis. Eftir að búið var að þinga og funda um áherslurnar í nokkra mánuði var kominn tími til að leggja kröfugerðina fram. Þá brá mér heldur betur. Til stóð að ég yrði í baklandi samninganefndarinnar og var ég vel heit fyrir því. Á öllum þessum þingum og fundum sem ég sat með aðalliðinu (samninganefndinni og baklandinu) var greinilegur sterkur ótti við Launanefnd Sveitafélaganna. Viðkvæðið var ótrúlega oft á þann veg að það þýddi ekkert að fara fram á þetta eða hitt því Launanefndin yrði fljót að ýta því út af borðinu. Lýsingarnar sem ég heyrði á þessari hræðilegu Launanefnd voru ótrúlegar. Oft hugsaði ég til hvers í ósköpunum er ég búin að leggja alla þessa vinnu og aðrir á okkur? Tilfinningin sem ég fékk var sú að Launanefndin ákvæði launin einhliða og að Launanefndin væri samansafn af illmennum og vondu fólki sem vildi verkalýðnum sem minnst gott.
Ég velti oft fyrir mér nokkrum spurningum og þá sérstaklega þegar ný kjarasamningagerð stendur fyrir dyrum.
Er verkalýðsforystan titrandi á beinunum af ótta þegar hún fer í samningaviðræður?
Er svona viðhorf vænlegt til árangurs?
Er fólk síðan hissa á því að enn einu sinni séu gerðir hundlélegir samningar?
Hvað finnst ykkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 20:59
Jólakort Einstakra barna
Núna er kominn tími til að hugsa um hvar maður kaupir jólakortin og þar sem Gullrassinn minn er Einstakt barn þá finnst mér vel við hæfi að skella þessari auglýsingu hér.
Jólakort og grýlukerti. Myndin á jólakorti Einstakra barna í ár er máluð og gefin af Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur listakonu og heitir Þátttaka. Textinn inni í kortunum er; Bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Kortin eru í A6 stærð. 105x148.
Jólakortin eru 5 í pakka og kostar pakkinn 600 kr.-
30 kort kr. 3150.-
50 kort 5000.-
100 kort 9500.-
Grýlukerti með merki félagsins og ártali í fallegri gjafapakkningu kr. 1500.-
Hægt er að panta í símum 699 2661 Helga og 895 8661 Sædís. Eða senda tölvupóst á einstokborn@einstokborn.is Það er líka hægt að senda mér póst og ég redda kortunum eða grýlukertunum fjolaa@hotmail.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar